skilaboð saman-hópsins
SAMAN-hópurinn lætur reglulega útbúa efni til að minna foreldra á samveruna og það sem máli skiptir í forvörnum.
Við hvetjum alla til að dreyfa skilaboðum Samanhópsins, en hér fyrir neðan er hægt að hlaða niður hinum ýmsu skilaboðum til foreldra. Til dæmis geta sveitarfélög notað skilaboðin til að deila á sínum miðlum.
Ef ykkur vantar aðrar stærðir af skilaboðunum, td fyrir samfélagsmiðla, auglýsingu á vef, veggspjöld, eða hvað sem er, sendið okkur póst á saman@samanhopurinn.is
Útivistartíminn breytist 1. september
SAMAN hópurinn hvetur foreldra til að kynna sér og virða þær reglur sem gilda um útivistartíma barna og unglinga. Áhersla er lögð á þegar útivistarreglurnar breytast á haustin, þá styttist útivistartíminn. Ýmsar stærðir og gerðir af útivistarreglunum er hægt að finna HÉR
Hér má finna útivistarreglurnar á ensku, pólsku, arabísku, spænsku, kúrdísku og filipseysku: https://menntastefna.is/tool/4375/
Stöndum saman veljum umhyggju í stað frjálshyggju og segjum NEI við auknu aðgengi að áfengi
Ísland hefur í áratugi verið þekkt fyrir aðgerðir til að sporna gegn áfengisnotkun barna og ungmenna. Samtakamáttur samfélagsins til að draga úr áfengisnotkun ungmenna hefur vakið athygli út um allan heim og eru þær aðgerðir orðnar útflutningsvara í dag sem hið íslenska forvarnamódel. Stór þáttur í þessum árangri á Íslandi er takmarkað aðgengi að áfengi m.a. ríkisrekin áfengisverslun, takmarkaður opnunartími, 20 ára aldurstakmark o.s.frv.
Því er merkilegt að fylgjast með því hve ákveðnir aðilar í stjórnkerfinu leggja mikla áherslu á að auka aðgengi að áfengi. Það vill gleymast að með því eykst aðgengi í raun ekki bara fyrir fullorðna, heldur líka fyrir börn og ungmenni þar sem netsala áfengis á greiða leið til þeirra.
Við sem stöndum að Samanhópnum tökum heilshugar undir orð þeirra fjölmörgu aðila og samtaka sem komið hafa fram með yfirlýsingar þar sem Alþingi er hvatt til þess að breyta rétt og afstýra því að netsala áfengis verði heimil, öllum til heilla en sérstaklega í þágu barna og ungmenna.
Fréttir & efni



