Útivistarreglurnar
Ár hvert hefur SAMAN hópurinn hvatt foreldra til að kynna sér og virða þær reglur sem gilda um útivistartíma barna og unglinga. Aðaláherslan hefur verið lögð á breytingar á haustin þegar hópurinn stendur fyrir birtingu auglýsinga til að minna foreldra og börn á breytingu á útivistartíma. Fleiri form af útivistarreglunum má finna HÉR
Hér má finna útivistarreglurnar á ensku, pólsku, arabísku, spænsku, kúrdísku og filipseysku: https://menntastefna.is/tool/4375/
Hægt er að kaupa segulinn með útivistarreglunum og plakat og hafa til dæmis sveitarfélög pantað segul og látið setja merki viðkomandi sveitarfélags á auglýsinguna.
Ef þið viljið panta segla eða plaggat sendið póst á fjolprent@fjolprent.is

Stöndum saman veljum umhyggju í stað frjálshyggju og segjum NEI við auknu aðgengi að áfengi
Ísland hefur í áratugi verið þekkt fyrir aðgerðir til að sporna gegn áfengisnotkun barna og ungmenna. Samtakamáttur samfélagsins til að draga úr áfengisnotkun ungmenna hefur vakið athygli út um allan heim og eru þær aðgerðir orðnar útflutningsvara í dag sem hið íslenska forvarnamódel. Stór þáttur í þessum árangri á Íslandi er takmarkað aðgengi að áfengi m.a. ríkisrekin áfengisverslun, takmarkaður opnunartími, 20 ára aldurstakmark o.s.frv.
Því er merkilegt að fylgjast með því hve ákveðnir aðilar í stjórnkerfinu leggja mikla áherslu á að auka aðgengi að áfengi. Það vill gleymast að með því eykst aðgengi í raun ekki bara fyrir fullorðna, heldur líka fyrir börn og ungmenni þar sem netsala áfengis á greiða leið til þeirra.
Við sem stöndum að Samanhópnum tökum heilshugar undir orð þeirra fjölmörgu aðila og samtaka sem komið hafa fram með yfirlýsingar þar sem Alþingi er hvatt til þess að breyta rétt og afstýra því að netsala áfengis verði heimil, öllum til heilla en sérstaklega í þágu barna og ungmenna.
Fréttir & efni



